Um fyrirtækið

Starfsfólkið og þjónusta

Starfsfólk Lyfsalans kappkostar að láta öllum líða vel sem koma til okkar. Við erum fagfólk, okkur finnst gaman í vinnunni og okkur finnst gaman að þjónusta þig. Hjá okkur vinnur hópur lyfjafræðinga sem er tilbúinn til að setjast niður með hverjum og einum og ráðleggja og fræða um rétta notkun lyfja.

Við afgreiðum lyf hratt og örugglega og sendum lyf og vörur heim til viðskiptavina. Okkar markmið er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, á hagkvæmu verði.

Vöruúrval

Lyfsalinn hefur á boðstólum gæðavörur á góðu verði, við leggjum sérstaka áherslu á vönduð vítamín og fæðubótarefni. Að sjálfsögðu eigum við líka allar almennar apóteksvörur, auk þess að hafa á boðstólum næringardrykki, hjálpartæki fyrir aldraða og gigtarsjúklinga og margt fleira.

Fagmennska

Hjá okkur er fagmennska og trúnaður við viðskiptavini í fyrirrúmi. Vinnubrögðin okkar eru fumlaus, markviss og unnin af alúð. Fyrir vikið er biðtíminn alltaf stuttur hjá okkur.

3 Staðir

Lyfsalinn ehf. rekur þrjú apótek á höfuðborgarsvæðinu, tvö í Reykjavík og eitt í Kópavogi

GLÆSIBÆR

Lyfsöluleyfishafi

  • Guðbjörg Snorradóttir

Opnunartími

  • Mánudag – föstudags 08:30 – 18:00

Á heimasíðu Glæsibæjar getur þú nálgast upplýsingar um fyrirtæki og opnunartíma verslana.

VESTURLANDSVEGUR

Lyfsöluleyfishafi

  • Stefán Páll Jónsson

Opnunartími

  • Alla daga vikunnar 10:00 – 22:00

Vesturlandsvegur

Lyfsalinn er á plani Orkunnar við Höfðabakkabrúna og þar er að sjálfsögðu hægt að fá ýmsa þjónustu, auk eldsneytisins.

URÐARHVARF

Lyfsöluleyfishafi

  • María Jóhannsdóttir

Opnunartími

  • Mánudag – föstudags 08:30 – 18:00

Á heimasíðu Orkuhússins, orkuhusid.is, getur þú nálgast upplýsingar um þjónustu Orkuhússins.