Þjónusta

Starfsfólk Lyfsalans kappkostar að veita viðskiptavinum sínum faglega og persónulega þjónustu. Hjá Lyfsalanum starfar fagfólk, lyfjafræðingar og sérþjálfað starfsfólk sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu með bros á vör. Lyfjafræðingar okkar miðla faglegri þekkingu sinni til viðskiptavina sé þess óskað og veita ráð og fræða varðandi rétta notkun lyfja.

Við viljum veita skjóta og örugga afgreiðslu á lyfjum og bjóðum einnig uppá að senda lyf og almenna vöru heim til viðskiptavina.

Okkar markmið er að veita góða og faglega þjónustu á hagstæðu verði.

Tenglar sem við viljum benda á

  • heilsuvera.is er öruggt vefsvæði þar sem almenningur getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Viltu fræðast?

  • Á vefsíðunni doktor.is finnur almenningur upplýsingar um heilsufar og hollustu, sjúkdóma, lyf og flest það sem tengist heilbrigðismálum og hollu líferni.