Skip to main content

Heimaprófin fyrir Covid-19 fást hjá Lyfsalanum

Eftir ágúst 24, 2021ágúst 26th, 2021Fréttir

Heimaprófin fyrir Covid-19 fást nú hjá Lyfsalanum. Um er að ræða strokupróf sem eru einföld í notkun. Fást í Glæsibæ, Urðarhvarfi og bílaapótekinu við Vesturlandsveg. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta er. Leiðbeiningar og ráðleggingar fást hjá okkar góða starfsfólki.
Hvetjum fólk til að gera þetta vandlega og fylgja leiðbeiningum um hversu langt upp í nef pinninn þarf að fara.
Greinist fólk jákvætt þarf það að fara í PCR-próf eins og lög gera ráð fyrir.