Starfsfólkið

Staffið er alveg með puttann á púlsinum og þekkir bransann frá a-ö, enda með áratuga reynslu á bakinu. Þú kemur svo sannarlega ekki að tómum kofanum hjá okkur. Okkur finnst gaman í vinnunni og okkur finnst gaman að þjónusta þig.
Lyfsöluleyfishafi er María Jóhannsdóttir lyfjafræðingur.

Þjónusta

Lyfsalinn er lítið fjölskyldufyrirtæki, sem hefur það að markmiði að veita hverjum og einum persónulega og afburða góða þjónustu. Við afgreiðum lyf hratt og örugglega og sendum lyf og vörur heim til viðskiptavina. Barnahornið okkar hefur alltaf mikið aðdráttarafl fyrir yngri kynslóðina. Einnig bjóðum við uppá þægilega biðaðstöðu fyrir viðskiptavini. Okkar markmið, er að veita bestu mögulegu þjónustu hverju sinni, á hagkvæmu verði.
    Þórunn Elva Guðjohnsen
  • Framkvæmdastjóri

    Viðmót alls starfsfólks í Lyfsalanum er mjög gott. Það er jafnframt mikið vöruúrval ásamt því að afgreiðsla lyfja er hröð og góð. Það er ekki oft nú til dags að fyrirtækjum tekst að koma manni á óvart með framúrskarandi þjónustu. Þórunn